Metár hjá Mozilla

Morgunblaðið

Mozilla, sem aðallega er þekkt fyrir netvafrann Firefox hefur birt ársreikninga sína. Mozilla er ekki rekið í gróðaskyni, heldur er það svokallað „Non-profit organization.“

Mozilla er ekki rekið í gróðaskyni, heldur er það svokallað „Non-profit organization.“

Í ársreikningunum kemur fram að hagnaður stofnunarinnar hefur aukist um 34% í ár og er nú 104 milljónir Bandaríkjadollara.

Þetta kemur fram á vef Mozilla.

Stór hluti hagnaðarins kemur frá leitarvélafyrirtækjum eins og Google, sem er innifalið í Mozilla. Einnig fær Mozilla greiðslur frá Yahoo, Amazon og eBay.

Útgjöldin hafa einnig aukist um 26%, það er fyrst og fremst vegna aukningar í starfsmannahaldi, en um 250 manns vinna nú hjá fyrirtækinu.

Mozilla notar hagnaðinn til að styðja við verkefni og fyrirtæki, ekki síst á sviði frjáls hugbúnaðar.

Um 400 milljónir jarðarbúa nota Firefox vafrann, þar af 140 milljónir sem nota hann daglega.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert