Losun gróðurhúsalofttegunda hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári, að sögn veðurfræðistofnunar Sameinuðu þjóðanna. Segir stofnunin, að hlýnun andrúmsloftsins geti leyst úr læðingi enn meiri losun metangass á heimskautasvæðunum.
Michel
Jarraud, framkvæmdastjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, sagði að þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagslífi heimsins síðustu misseri hafi losun gróðurhúsalofttegunda aukist og hefði verið mun meiri ef ekki hefðu komið til alþjóðlegar aðgerðir, sem ætlað er að draga úr þessari losun.
Þá segir Jarraud, að sjónir manna hafi í auknum mæli beinst að hugsanlegri losun metangass frá sífreranum á norðurslóðum vegna hlýnunar andrúmsloftsins. Menn hafi af þessu miklar áhyggjur og grannt sé fylgst með þróuninni á þessum svæðum.