Dauðum svæðum sjávar fjölgar

Dauðum svæðum í höfum jarðar fjölgar.
Dauðum svæðum í höfum jarðar fjölgar.

Vísindamenn óttast útrýming fjölda dýrategunda sé yfirvofandi, m.a. vegna útbreiðslu svonefndra dauðra svæða í höfunum. Það eru svæði hafs sem hefur svo lítið súrefnismagn að sjávarlíf getur ekki þrifist þar. 

Á milli áranna 2000 og 2008 hafa haffræðingar fundið yfir fjögur hundruð slík dauð svæði. Til samanburðar voru þau um 300 á 10. áratug síðustu aldar og 120 á þeim níunda.

Slík svæði eru algeng í Mexíkóflóa, í sunnanverður Atlantshafi nærri ströndum Namibíu, Bengalflóa, Eystrasalti, Svartahafi, sunnanverður Kyrrahafinu, undan ströndum Kína og suðausturhluta Ástralíu.

Ove Hoegh-Guldberg, prófessor við Háskólann í Queensland í Ástralíu, segir að æ fleiri gögn bendi til þess að lækkandi magn súrefnis í hafinu hafi leikið stórt hlutverk í a.m.k. fjórum af fimm meiriháttar útrýmingartímabilum dýrategunda á jörðinni.

Segir hann bestu kenninguna um útrýmingu risaeðlana vera árekstur loftsteins en það útskýri ekki hinar fjórar.

„Ein af bestu skýringunum sem við höfum er eldfjallavirkni hafi aukist í aðdraganda þessara tímabila og að hún hafi valdið breytingum á loftflæði í höfunum. Alveg eins og við sjáum í minna mæli nú þá urðu stór svæði hafsins súrefnislaus. Afleiðing af því er að þá barst meira af brennisteinsvetni í andrúmsloftið og það er talið hafa valdið hinum útrýmingatímabilunum. 

Segir Hoegh-Guldberg að 90% af öllu lífi hafi farist á fyrri meiriháttar útrýmingartímabilum og að það gæti endurtekið sig á næstu hundrað árum.

„Það er nú þegar í gangi meiriháttar útrýming tegunda vegna þess að mannfólkið er að eyða þeim en það er útlit fyrir að þetta gæti orðið eins víðtækt og á þessum fyrri skeiðum. Það eru breytingar á strandlínum, loftslagsbreytingar auk alls annars sem verka saman og valda okkur áhyggjum af því að við munum drífa áfram sjötta útrýmingartímabilið á næstu hundrað árum vegna þess að við erum að trufla þá hluti sem halda tegundum á lífi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert