Árið 2010 eitt það hlýjasta

Veðurfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna (WMO) segir, að árið 2010 verði eitt af heitustu árum sögunnar og ljóst sé, að áratugurinn frá árinu 2001 til 2010 verði sá hlýjasti sem um getur.

Michel Jarraud, framkvæmdastjóri WMO, sagði á blaðamannafundi í Cancún í kvöld að árið 2010 yrði nær örugglega eitt af þremur hlýjustu árum til þessa. Sennilega væri árið fram til októberloka það hlýjasta í sögunni. Hugsanlega mun mikill kuldi í Evrópu þessa stundina hafa áhrif á heildarniðurstöðuna.

Nú stendur yfir ráðstefna í Cancún á vegum Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.  Jarraud sagðist vonast til, að þessar niðurstöður, sem byggjast á gögnum frá fjórum veðurfræðistofnunum, muni hafa áhrif á störf ráðstefnugesta, sem fjalla um samkomulag sem á að taka gildi árið 2012 um losun gróðurhúsalofttegunda.   

Jarraud sagði, að aðeins árin 1998 og 2005 kunni að hafa verið heitari en árið 2010. Til eru gögn um veðurfar í heiminum frá árinu 1850.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka