Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur boðað til blaðamannafundar í kvöld þar sem fjallað verður um nýja uppgötvun í stjarnlíffræði, sem muni hafa áhrif á leitina að lífi úti í geimnum. Í stjarnlíffræði er fjallað um uppruna alheimsins, þróun hans, skiptingu og framtíð lífsins.
Að öðru leyti hefur ekki verið látið uppskátt um hvað fundurinn fjallar. Vísindamenn velta vöngum yfir þessu en telja almennt, að uppgötvunin tengist okkar sólkerfi, sem gæti bent til þess að þar sé líf að finna.
Hægt er að fylgjst með fundinum á vef NASA en hann hefst klukkan 19 að íslenskum tíma.