Mikil spenna ríkir vegna blaðamannafundar, sem bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur boðað til í kvöld en þar á að fjalla um nýja uppgötvun í stjarnlíffræði, sem muni hafa áhrif á leitina að lífi úti í geimnum. Á íslenska stjörnufræðivefnum eru getgátur um að fundurinn muni fjalla um hlutverk arseniks í uppruna lífs á jörðunni.
Fram kemur á vefnum stjörnuskoðun.blog.is, að sé þetta rétt hafi það þá þýðingu, að líf gæti verið miklu algengara en menn hafi áður órað fyrir.