Leynileg geimferja til jarðar

Frumgerð geimferjunnar X-37B eftir að hún kom aftur til jarðar.
Frumgerð geimferjunnar X-37B eftir að hún kom aftur til jarðar.

Frumútgáfa geimferjunnar X-37B lenti á herflugvelli í Kaliforníu í vikunni eftir hafa verið sjö mánuði í geimnum á sporbaug um jörðu. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) þróaði ferjuna en Bandaríkjaher tók við verkefninu sem leynd hvílir yfir.

Fram kemur á vef breska dagblaðsins Daily Telegraph að geimferjunni hafi verið skotið á loft með Atlas 5-eldflaug frá Canaveralhöfða á Flórída 22. apríl síðastliðinn og hafi verið búin til 270 daga ferðar. 

Ferjan er smíðuð af Boeing-flugvélaverksmiðjunum í samstarfi við bandaríska flugherinn.

Ferjan er um 5 tonn og því mun smærri en geimferjurnar sem flutt hafa geimfara NASA út í geim. Hún þykir hentug til að flytja gervihnetti á sporbaug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert