Górilluöpum fjölgar

Górillum hefur fjölgað um fjórðung á síðustu sjö árum. Aðalheimkynni …
Górillum hefur fjölgað um fjórðung á síðustu sjö árum. Aðalheimkynni þeirra eru í Afríku. Reuters

Stofn gór­illuapa í fjalla­héruðum Mið-Afr­íku hef­ur vaxið á seinni árum. Talið er að öp­un­um hafi fjölgað um fjórðung á sjö árum, sam­kvæmt ný­leg­um rann­sókn­um. Er þá átt við þjóðgarða í Rú­anda, Kongó og Úganda.

Ótt­ast var að þessi apa­teg­und væri í út­rým­ing­ar­hættu. Á þessu svæði voru tald­ir 380 apar árið 2003 en þeir eru nú orðnir hátt í 500 tals­ins. Að meðtöld­um öðrum svæðum í heim­in­um eru gór­ill­urn­ar um 780.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert