Stofn górilluapa í fjallahéruðum Mið-Afríku hefur vaxið á seinni árum. Talið er að öpunum hafi fjölgað um fjórðung á sjö árum, samkvæmt nýlegum rannsóknum. Er þá átt við þjóðgarða í Rúanda, Kongó og Úganda.
Óttast var að þessi apategund væri í útrýmingarhættu. Á þessu svæði voru taldir 380 apar árið 2003 en þeir eru nú orðnir hátt í 500 talsins. Að meðtöldum öðrum svæðum í heiminum eru górillurnar um 780.