Geimfar nær ekki til Venusar

Venus sést sem svartur blettur á sólinni. Myndin er tekin …
Venus sést sem svartur blettur á sólinni. Myndin er tekin gegnum stjörnusjónauka í Vínarborg. AP

Talið er að japanskt geimfar sem sent var til plánetunnar Venusar hafi misst af takmarki sínu. Átti farið sem rannsaka eldvirkni á Venus og senda upplýsingar um skýja- og veðurfar plánetunnar.

Er þetta enn eitt áfallið fyrir Jaxa, geimvísindastofnun Japans, en Akatsuki-leiðangurinn til Venusar sem settur var af stað í maí kostaði stofnunina andvirði tæplega 22 milljarða íslenskra króna.

Talið er að farið hafi skort orku til þess að koma því á braut um Venus en það er búið innrauðum myndavélum og öðrum hátæknibúnaði til mælinga á reikistjörnunni. Þá höfðu stjórnendur þess lent í erfiðleikum með að halda sambandi við farið. 

„Því miður komst farið ekki á sporbaug. Svo virðist samt sem það virki ennþá og hugsanlega munum við geta reynt á ný þegar það fer fram hjá Venus aftur eftir sex ár,“ sagði Hitoshi Soeno, talsmaður Jaxa.

Japanir óttast nú að geimferðaráætlun þeirra falli í skuggann af þeirri kínversku en Kínverjar hafa tvisvar sent geimfara út í geiminn frá árinu 2003.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert