Heimskort Facebook

Kortið sem Butler fékk út með útreikningum sínum.
Kortið sem Butler fékk út með útreikningum sínum.

Paul Butler, sem er lærlingur hjá Facebook, hefur nýtt upplýsingar á síðunni til að búa til heimskort sem sýnir hvar flesta notendur er að finna í heiminum og tengsl á milli þeirra. 

Með handahófskenndu úrtaki 10 milljóna vinapara og fann Butler út staðsetningu þeirra og tengsl innbyrðis á grafi. Með því að endurtaka leikinn fyrir hvern og einn komst Butler að því að myndin fór að líkjast heimskorti, þar sem flesta notendur er að finna í fjölmennum stórborgum heimsins.

Útkoman varð glæsilegt kort sem sýnir nákvæmlega það sem Butler vildi sjá. „Ég hafði áhuga á því að skoða með hvaða hætti landfræðileg lega og landamæri hafa áhrif á búsetu fólks út frá vinum þeirra. Ég vildi sjá með sjónrænum hætti hvaða borgir væru með flestar vinateningar,“ skrifar Butler á Facebook-bloggið.

Þar sést hvar flestir Facebooknotendurnir eru, en það er í Bandaríkjunum og í Evrópu. Þeir eru hins vegar mun færri í Afríku og í Rússlandi eins og kortið sýnir.

Notendur Facebook eru nú rúmlega 500 milljónir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert