Íslendingur stýrir rannsóknarmiðstöð í lífefnaiðnaði

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Ásdís

Íslenskur prófessor, Bernhard Pálsson, hefur verið ráðinn til að stýra nýrri rannsóknarmiðstöð í Danmörku sem ætlað er að stuðla að sjálfbærum lífefniiðnaði í heiminum. Hafa 700 milljónir danskra kr. (um 15 milljarðar kr.) verið veittir til verkefnisins.

Það er Novo Nordisk Foundation sem veitir Tækniháskóla Danmerkur (DTU) styrkinn, sem skólinn segir að sé sögulegur. Í tilkynningu sem DTU hefur sent frá segir m.a. að markmiðið sé að Danmörk verði leiðandi í því að þróa sjálfbæran lífefnaiðnað í heiminum.

Fram kemur í tilkynningu að í dag séu plastpokar, leikföng, tækjabúnaður á sjúkrahúsum, krabbameinslyf, eldsneyti og margt fleira búið til úr efnum sem unnin séu úr olíu, m.a. hráolíu. 

Markmiðið er hins vegar hverfa frá því að nota olíu og framleiða þessar vörur á sjálfbæran hátt með lífefnalegum aðferðum eins og kostur er. Til að svo megi verða verði að lagst í umfangsmiklar rannsóknar á lífefnaiðnaði. Því hefur rannsóknarmiðstöðin, sem nefnist The Novo Nordisk Foundation Center for Biosustainability verið sett á stofn.

Þar munu margir heimsþekktir vísindamenn, sem eru leiðandi á sínu sviði, vinna að rannsóknarstörfum. Bernhard Pálsson, sem starfar sem prófessor Kaliforníuháskóla í San Diego í Bandaríkjunum og er jafnframt gestaprófessor við Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn sem forstjóri miðstöðvarinnar.

Fréttatilkynning DTU.

Upplýsingar um rannsóknarmiðstöðina.

Bernhard Pálsson.
Bernhard Pálsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert