Tunglmyrkvi sést á Íslandi

Tunglmyrkvi verður þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar á …
Tunglmyrkvi verður þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar á sama tíma og jörðin er stödd milli sólar og tungls. mbl.is/Ómar

Almyrkvi á tungli verður á þriðjudagsmorgun og mun myrkvinn sjást vel hér á landi. Almyrkvinn hefst klukkan 7:40 og stendur yfir til klukkan 8:54.

Tunglmyrkvann ber upp á vetrarsólstöður, stysta dag ársins. Hann mun sjást í Norður-Ameríku, Mið-Ameríku, hluta Suður-Ameríku, á Grænlandi og Íslandi. 

Seinast sást almyrkvi frá Íslandi aðfaranótt 21. febrúar 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert