Varað við öryggisgalla í Internet Explorer

Bandaríski hugbúnaðarframleiðandinn Microsoft hefur varað notendur við því, að öryggisgalli sé í öllum útgáfum af vefskoðaranum Internet Explorer, sem tölvuþrjótar geta nýtt til að ná valdi á einkatölvum. 

Microsoft segir, að kóði, sem hægt er að nota til að nýta sér gallann, hafi þegar verið birtur en ekki sé vitað til að það hafi verið gert. Fyrirtækið segist vera að rannsaka málið og vinni að því að komast fyrir þennan galla. Á meðan eru notendur hvattir til að nota varnarkerfi, sem nefnt er  Enhanced Mitigation Experience Toolkit.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka