Indversk geimflaug sprakk

Indversk geimflaug sprakk í loft upp skömmu eftir að henni var skotið á loft. Henni var ætlað að koma á loft fjarskiptabúnaði.

Eldflaugin sprakk með miklum látum nokkrum andartökum eftir að henni var skotið á loft. Upphaflega átti að skjóta flauginni á loft 20. desember, en því var frestað eftir að olíuleki uppgötvaðist í búnaði sem er af rússneskri gerð.

Þetta er í annað sinn á árinu sem indversk geimflaug springur í loft upp. Í júlí tókst hins vegar vel til, en þá skaut eldflaug fimm gervihnöttum á loft.

Samkvæmt geimferðaáætlun Indlands ætla Indverjar sér að senda mannað geimfar á loft árið 2016.

Eldflaugin sprakk nokkrum sekúndum eftir að henni var skotið á …
Eldflaugin sprakk nokkrum sekúndum eftir að henni var skotið á loft.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka