Breskir karlmenn verða feitari og feitari

Breskir karlmenn verða sífellt feitari ef marka má nýja rannsókn sem unnin var Oxford háskóla. Virðist litlu skipta viðvaranir heilbrigðisyfirvalda í landinu. Meðalkarl í Bretlandi var árið 2000 7,7 kg þyngri en hann var þar í landi árið 1986. Á sama tímabili bættu breskar konur á sig 5,4 kg.

Í frétt Sky af rannsókninni kemur fram að á meðan karlar virðist bæta á sig vegna slæms mataræðis og skorts á hreyfingu þá eru konur að bæta á sig einfaldlega vegna þess að þær borða meira en áður.

Samkvæmt tölum NHS (heilbrigðiskerfinu í Bretlandi) fyrir árið 2008 eru 25% breskra karla akfeitir en 7% breskra karla tilheyrðu þeim flokki árið 1986.

Niðurstöður rannsóknarinnar er að finna í British Journal of Nutrition.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert