Facebook metið á 50 milljarða dala

Reuters

Bandaríski samskiptavefurinn Facebook er metinn á 50 milljarða dala og er fyrirtækið orðið verðmætara en stórfyrirtæki á borð við eBay, Yahoo og Time Warner. Greint var frá þessu samhliða því að bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs og rússneskur fjárfestir hafa fjárfest í Facebook fyrir 500 milljónir dala. 

Þykir fjárfesting Goldman Sachs dæmi um það traust sem menn bera til Facebook, sem sækir enn í sig veðrið. Að sögn New York Times getur fyrirtækið nú ráðið til sín hæfileikafólk sem starfar hjá keppinautunum, þróað nýjar vörur og mögulega ráðist í fjárfestingar.

Þá er talið að eldri hluthafar í Facebook, m.a. starfsmenn fyrirtækisins, geti fengið greiddan út hluta af arði sem þeir eiga inni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert