Breyttir hafstraumar stýra veðri

Talið er að harða vetur í Evrópu og sumarþurrka í …
Talið er að harða vetur í Evrópu og sumarþurrka í Rússlandi megi rekja til breyttra hafstrauma í N-Atlantshafi. mbl.is/Þorkell

Vís­inda­menn hafa fundið vís­bend­ing­ar um mikl­ar breyt­ing­ar á haf­straum­um í Norður-Atlants­hafi frá 8. ára­tug síðustu ald­ar. Straum­arn­ir hafa áhrif á veðurfar á norður­hveli jarðar, að því er sviss­nesk­ir vís­inda­menn greindu frá í dag.

Hóp­ur líf­efna­fræðinga og haffræðinga frá Sviss, Kan­ada og Banda­ríkj­un­um greindi breyt­ing­ar á djúp­sjáv­ar kóröll­um í Atlants­hafi sem bentu til þess að áhrif kalda norðlæga Labra­dor­straums­ins væru að dvína. Straum­ur­inn kaldi mæt­ir hlýj­um Golf­straumn­um sem kem­ur úr suðri.

Fram kem­ur í PNAS, riti banda­rísku vís­inda­aka­demí­unn­ar (The US Nati­onal Aca­demy of Science) að breyt­ing­in frá því snemma á 8. ára­tug 20. ald­ar sé „að mestu leyti ein­stök með til­liti til síðustu 1.800 ára“. Talið er að hún geti verið í bein­um tengsl­um við hnatt­ræna hlýn­un.

Kaldi Labra­dor­straum­ur­inn og Golf­straum­ur­inn hlýi eru liðir í flóknu sam­spili veðurfars­legra þátta sem kennd­ir eru við „Norður-Atlants­hafs sveifl­una“ en hún ræður miklu um veðurfar í Evr­ópu og Norður-Am­er­íku.

Vís­inda­menn hafa bent á trufl­un eða breyt­ingu á sveifl­unni sem skýr­ingu á rök­um eða hörðum vetr­um í Evr­ópu og mikl­um sum­arþurrk­um í Rússlandi á nýliðnum árum.

Car­sten Schubert, við sviss­neska stofn­un um haffræði og tækni (EAWAG), er einn vís­inda­mann­anna fimm sem greindu frá breyt­ing­unni. Hann lagði áherslu á að pól­straum­ur­inn, sem kennd­ur er við Labra­dor, og streym­ir frá ís­haf­inu norðan við Kan­ada og suður með Ný­fundna­landi hafi verið ráðandi afl í næst­um 2.000 ár.

Hins veg­ar virðist það mynstur ein­ung­is hafa verið ríkj­andi af og til á und­an­förn­um ára­tug­um.

„Suðlægi haf­straum­ur­inn hef­ur nú tekið yfir, það er raun­veru­lega rót­tæk breyt­ing,“ sagði Schubert í sam­tali við AFP frétta­stof­una. Hann benti á sann­an­ir fyr­ir hlýn­un hafs­ins í Norðvest­ur-Atlants­hafi.

Í rann­sókn­inni var stuðst við magn köfn­un­ar­efnis­ísótópa í 700 ára göml­um kór­alrifj­um á hafs­botn­in­um en kór­al­dýr­in nær­ast á líf­ræn­um efn­um sem sökkva til botns.

Sjór­inn í Golf­straumn­um er salt­ur og rík­ur af nær­ing­ar­efn­um en kald­ur Labra­dor­straum­ur­inn frá pólsvæðinu er nær­ing­arsnauðari. Hægt var að tíma­setja breyt­ing­arn­ar út frá vaxt­ar­hringn­um kór­all­anna. 

„Vís­inda­menn­irn­ir telja að það séu bein tengsl á milli breyttra haf­strauma í Norður-Atlants­hafi og hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar af manna­völd­um,“ sagði m.a. í yf­ir­lýs­ingu EAWAG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert