Flensubólusetningar gagnslitlar?

Bólusett við inflúensu.
Bólusett við inflúensu. Reuters

Ný ítölsk rannsókn, sem danskir fjölmiðlar segja frá í dag, bendir til þess að einu rannsóknirnar sem sýna jákvæðar niðurstöður inflúensubólusetningar séu þær sem lyfjafyrirtækin sjálf kosta. 

Í rannsókninni, sem gerð var á vegum Cochranestofnunarinnar á Ítalíu, var farið yfir 36 rannsóknir á inflúensu. Niðurstaðan er sú, að þær rannsóknir, sem ekki fóru fram á vegum lyfjafyrirtækja sem framleiða flensubóluefni, sýni að slík bóluefni veiti litla vörn gegn sjúkdómnum. 

Blaðið B.T. hefur eftir Peter Skinhøj, sérfræðingi í smitsjúkdómum á danska Rigshospitalet, að hann mæli ekki með því að þeir sem ekki eru í áhættuhópum láti bólusetja sig. 

Hann segir að fyrirtæki, sem kaupi bóluefni fyrir starfsmenn sína, séu til dæmis að sóa peningum og lítill munur sé á fjölda veikindadaga þeirra, sem eru bólusettir, og hinna sem eru það ekki.   

Skinhøj segir þó að það gæti  verið ómaksins vert fyrir aldraða og fólk með undirliggjandi sjúkdóma að láta bólusetja sig.

Frétt á vef B.T. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert