Bora sér leið að stöðuvatni undir fjögurra kílómetra þykkum ís

Vostok-vatn
Vostok-vatn

Rússnesku bor nálgast brátt Vostok-vatn, sem hefur verið heiminum hulið í fjórtán milljónir ára. Vatnið er á Suðurskautslandinu og liggur undir fjögurra kílómetra þykkum ís. Vísindamenn bíða átekta eftir því að kynnast hvaða lífverur kunna að hafa þróast þar í aldanna rás.

Rússnesku rannsóknarmennirnir hjá Rannsóknarstofnun heimsskautanna (AARI) í Sankti Pétursborg hafa lengi ætlað sér að bora niður að vatninu, allt frá árinu 1990. Verndarsamtök Suðurskautsins hafa hins vegar tafið borunina í því skyni að vernda þetta einstaka stöðuvatn. Nýlega samþykktu samtökin hins vegar nýja aðferð við sýnatöku úr vatninu og mun borinn því líklega komast að vatninu í lok mánaðarins.

Vostok-vatn er algjörlega einangrað frá öðrum vötnum á Suðurskautslandinu og er talið mettað súrefni. Frumefnið er talið fimmtíu sinnum algengara í Vostok-vatni en flestum öðrum ferskvatns-stöðuvötnum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert