Steingervingur af áður óþekktri risaeðlu hefur fundist í Argentínu.
Talið er að risaeðlan hafi verið meðal þeirra fyrstu sem byggðu jörðina, fyrir 230 milljónum ára síðan.
Eðlan var smá, um tveggja metra há, og gekk á tveimur fótum og hefur hlotið nafnið Eodromaeus. Hún gekk á tveimur fótum og fannst í Ischigualasto, sem er þjóðgarður í norðvestur Argentínu, en þar hafa fundist hundruð steingervinga af risaeðlum.
Vísindamenn telja að fundurinn geti varpað ljósi á þróun þeirra risaeðla, sem voru rándýr, eins og t.d. hin fræga T. Rex.