Jörðin eignast nýja sól

Teikning listamanns af hvernig sprengistjarna gæti litið út.
Teikning listamanns af hvernig sprengistjarna gæti litið út.

Jörðin gæti brátt fengið aðra sól, að minnsta kosti í eina til tvær vikur, þegar risastjarnan Betelgás springur. Sprengingin verður svo björt að nótt verður degi líkust á jörðinni.

Rauða risastjarnan Betelgás sem er í 640 ljósára fjarlægð frá jörðu er ein bjartasta stjarnan á næturhimninum en hún mun verða að sprengistjörnu. Vísindamenn deila hins vegar um hvenær þetta muni gerast.

Á mælikvarða stjarnfræðinnar er búist við að stjarnan springi mjög fljótlega en það gæti hins vegar þýtt næsta ár eða hvenær sem er á næstu milljón árum.

Brad Carter, vísindamaður við Háskólann í Suður-Queensland í Ástralíu segir að þessi gamla stjarna sé að verða uppiskroppa með eldsneyti í kjarna sínum.

„Þetta eldsneyti heldur Betelgás gangandi og skínandi. Þegar það klárast mun stjarnan bókstaflega falla inn í sjálfa sig og mun gera það mjög hratt. Hún mun hvellspringa og við munum fá ótrúlega birtu í stuttan tíma í u.þ.b. tvær vikur og á næstu mánuðum á eftir fer hún að dofna og verður á endanum varla sjáanleg,“ segir Carter.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert