Ætla að skjóta farsíma út í geim

Reuters

Breskir vísindamenn ætla að senda farsíma á braut um jörðina. Markmiðið er að kanna hvernig nýjustu snjallsímar standa sig undir undir miklu álagi, að því er kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC. 

Ekki hefur enn verið upplýst hvernig símar verða sendir í geimferðina en þeir munu keyra á stýrikerfinu Android frá Google.  Verða símarnir notaðir til að stýra gervihnetti og taka myndir af jörðinni. 

Farsímar hafa áður farið út í geim en þetta verður í fyrsta skipti sem svona tæki eru send á sporbraut í nokkur hundruð kílómetra fjarlægð frá jörðu. 

Fyrirtækið Satellite Technology Limited stendur fyrir tilrauninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka