Synti stanslaust í níu daga

Reuters

Vísindamenn segja að ísbjörn hafi synt 687 km langa leið á níu dögum án þess að stöðva. Vísindamennirnir voru að rannsaka birni við Beauforthaf, sem er norður af Alaska. Þeir segja að þetta afrek tengist mögulega loftlagsbreytingum.

Þeir segja að björninn hafi synt í 232 klukkustundir samfleytt og að sjávarhitinn hafi verið á bilinu tvær til sex gráður á celsíus, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.  

Það hefur verið vitað að ísbirnir synda á milli lands og ísjaka þegar þeir eru á selaveiðum. Vísindamennirnir segja hins vegar að bráðnun íss neyði birnina til að synda lengri vegalengdir. Þetta ógni bæði heilsu þeirra og framtíð.

Nánari umfjöllun á vef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert