Google hyggst ráða 6.200 starfsmenn

Eric Schmidt, forstjóri Google, fundaði nýverið með Barack Obama, forseta …
Eric Schmidt, forstjóri Google, fundaði nýverið með Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um leiðir til að efla bandarískt efnahagslíf. Reuters

Google ætlar að ráða 6.200 nýja starfsmenn á þessu ári. Þetta þýðir að fjölgað verði í starfsliði tæknifyrirtækisins a.m.k. um fjórðung. Google hefur ekki ráðist í jafn umsvifamiklar mannaráðningar fyrr.

Tilkynningin kemur í kjölfar stefnuræðu Bandaríkjaforseta sem ávarpaði Bandaríkjaþing í gær. Barack Obama lagði áherslu á það í ræðu sinni að það væri nauðsynlegt að fjölga störfum. 

Eric Schmidt, forstjóri Google, var á meðal þeirra leiðtoga í bandarísku viðskiptalífi sem funduðu með Obama í síðasta mánuði til að ræða leiðir til að efla efnahagslífið í Bandaríkjunum.

Í fyrra fjölgaði í starfsliði Google um 23%. Talið er líklegt að fjárfestar á Wall Street verði ekki ánægðir með þessar tilkynningu tæknifyrirtækisins. Sumir eru þeirrar skoðunar að Google reyni að halda útgjöldum í lágmarki og ráði færri einstaklinga í þeirri von að fyrirtækið skili meiri hagnaði til fjárfestanna.

Forsvarsmenn Google hafa hins vegar blásið á slíkt. Þeir segja að fyrirtækið verði að ráða til sín nýja starfsmenn sem eru þeir bestu í sínu fagi, hvort sem um tölvunarfræðinga sé að ræða eða sölumenn. Þá vill Google einnig útvíkka starfsemi sína og sækja fram á fleiri sviðum, m.a. á sviði fjarskipta, tölvumála og fjölmiðla.

Í ár hyggst Google ráða fleiri en það gerði árið 2007, þegar 6.131 starfsmaður var ráðinn. Í fyrra bætti fyrirtækið við sig 4.600 einstaklingum og í lok árs 2010 störfuðu 24.400 hjá Google.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert