Mesta truflun á netþjónustu frá upphafi

Tilgangur aðgerða gegn netþjónafyrirtækjunum er að reyna að gera mótmælendunum …
Tilgangur aðgerða gegn netþjónafyrirtækjunum er að reyna að gera mótmælendunum erfitt fyrir við að skipuleggja sig. OSMAN ORSAL

Aðgerðir egypskra stjórn­valda til að stöðva netþjón­ustu eru þær víðtæk­ust í sögu nets­ins. Þær leiddu til þess að 97% af allri um­ferð um netið í Egyptalandi lagðist af.

Mót­mæl­end­ur í Egyptalandi hafa marg­ir hverj­ir notað netið og fjar­skipti til að skipu­leggja aðgerðir gegn stjórn­völd­um. Til að reyna að gera mót­mæl­end­um erfitt fyr­ir ákváðu stjórn­völd að stöðva starf­semi fjög­urra stærstu netþjón­ustu­fyr­ir­tækja lands­ins. 

Rik Fergu­son, sér­fræðing­ur hjá Trend Micro, þriðja stærsta netör­ygg­is­fyr­ir­tæki heims, seg­ir að þess­ar aðgerðir eigi sér ekk­ert for­dæmi. Þetta sé stærsta aðgerð af þessu tagi í sögu nets­ins.

Um 23 millj­ón­ir Egypta nota netið reglu­lega eða öðru hverju, en það eru um fjórðung­ur þjóðar­inn­ar.

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, og fleiri þjóðhöfðingj­ar hafa hvatt stjórn­völd í Egyptalandi til að kom á eðli­legri netþjón­ustu á ný og tryggja ör­ugg fjar­skipti, en mikl­ar trufl­an­ir hafa líka orðið á fjar­skiptaþjón­ustu eft­ir að mót­mæl­in hóf­ust.

Þess­ar aðgerðir egypskra stjórn­valda hafa ekki bara verið slæm fyr­ir al­menn­ing sem treyst­ir á þessa þjón­ustu held­ur hef­ur haft víðtæk áhrif á fyr­ir­tæki í land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka