Í dag eru nákvæmlega 125 ár frá upphafi bílsins. Þennan dag árið 1886 fékk Carl Benz skrásett einkaleyfið fyrir „Fahrzeug mit Gasmotorenbetrieb“ undir einkaleyfisnúmerinu 37435 hjá einkaleyfisstofunni í Berlín. Þessi dagsetning markar upphaf bílavæðingarinnar.
Mercedes-Benz mun halda veglega upp á afmælið á þessu ári með ýmsum atburðum.