Android skákar Nokia

Símar með Android stýrikerfi breiðast nú ört út.
Símar með Android stýrikerfi breiðast nú ört út. Reuters

Android stýri­kerfi Google hef­ur skákað farsímaris­an­um Nokia og Symb­i­an stýri­kerfi hans úr efsta sæti stýri­kerfa snjallsíma. Android er nú í far­ar­broddi stýri­kerfa snjallsíma, að sögn markaðsrann­sókna­fé­lags­ins Cana­lys.

Um­skipt­in urðu á fjórða árs­fjórðungi síðasta árs. Þá voru af­hent­ar frá verk­smiðjum 32,9 millj­ón­ir farsíma með Android stýri­kerfi en 31 millj­ón síma með Sym­by­an stýri­kerfi, að sögn Cana­lys. Markaðshlut­deild Google á snjallsíma­markaði stökk því úr 8,7% árið 2009 í 32,5%. Markaðshlut­deild Nokia skrapp sam­an úr 44% í 30,6% á sama tíma­bili, miðað við af­henta síma.

Nokia hélt enn stöðu sinni sem helsti selj­andi snjallsíma á smá­sölu­markaði og var með 28% markaðshlut­deild, að sögn Cana­lys.  Und­an­far­in tvö ár hafa snjallsím­ar á borð við iP­ho­ne frá Apple, Blackberry frá RIM og sím­ar sem nota Android stýri­kerfið, líkt og ýms­ar gerðir frá Sam­sung og HTC, sótt að yf­ir­burðastöðu Nokia.

Sér­fræðing­ar telja að slag­ur­inn um snjallsíma­kaup­end­ur verði enn harðari á þessu ári. Markaður­inn muni kalla eft­ir enn meiri tækniþróun í sím­um á borð við tví­kjarna ör­gjörva og þrívídd­ar skjái. Einnig svo­nefnd­um NFC (Near Field Comm­unicati­on) greiðslumiðlun­ar­búnaði.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert