Gæti gosið innan árs

Þyrping rauðra hringja ofarlega í Vatnajökli sýnir staðfesta jarðskjálftavirkni frá …
Þyrping rauðra hringja ofarlega í Vatnajökli sýnir staðfesta jarðskjálftavirkni frá mánudeginum 31. janúar 2011 til dagsins í dag 6. febrúar 2011. Yfirfarið kort af vef Veðurstofunnar

Jarðskjálft­ar sem mæld­ust  rétt sunn­an við Kistu­fell í nótt eru hluti af jarðskjálfta­hrinu sem er á svipuðum slóðum og  jarðskjálfta­hrina norðaust­an í Bárðarbungu sem mæld­ist einnig í lok árs 2010 fyr­ir nokkr­um vik­um síðan.

Að sögn Sig­ur­laug­ar Hjalta­dótt­ur, jarðeðlis­fræðings á Veður­stofu Íslands hef­ur verið virkni á þessu svæði af og til und­an­farna mánuði og því er fylgst vel með Bárðarbungu og Grím­svötn­um.

Þegar spurt er um tengsl auk­inn­ar virkni á þessu svæði við eld­virkni seg­ir Sig­ur­laug að skjálft­arn­ir séu enn á miklu dýpi. Meðan þeir fari ekki að grynn­ast þurfi ekki að spá gosi strax. En með auk­inni jarðskjálfta­virkni í norðvest­an­verðum Vatna­jökli sé meiri hætta á gosi á næsta ári eða jafn­vel inn­an árs. Það er fylgst vel með svæðinu.

Í þess­ari viku hafa mælst um 40 skjálft­ar á svæðinu og var sá stærsti upp á 3,4 þann 3. fe­brú­ar sl. Í nótt mæld­ust þeir stærstu upp á um 2,6 en síðan hafa verið að tín­ast inn smá­skjálft­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert