Górilla eignaðist tvíbura

Fjallagórilla í Kongó.
Fjallagórilla í Kongó. Reuters

Fjallagórilla í Rúanda eignaðist tvíbura í síðustu viku. Afkvæmunum heilsast ágætlega. Innan við 800 fjallagórillur eru til í heiminum.

Fjölmiðlar í Rúanda sögðu frá þessum atburði, en þar kemur fram að górillan Kabatwa hafi eignast tvö afkvæmi sem bæði eru karlkyns górillur.

Aðeins er vitað um górillur hafi eignast fimm tvíbura á síðustu 40 árum og talið er að slíkt tilvik séu mjög fá í villtri náttúrunni.

Þó að fjallagórillur séu í útrýmingarhættu hefur þeim fjölgað á síðustu 25 árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert