Telja sólina snúast um jörðu

Sólin.
Sólin.

Þriðjungur Rússa, eða 32%, telur að sólin snúist í kringum jörðina samkvæmt nýrri könnun þar í landi, en flestum ætti að vera alkunna að þessu er í raun öfugt farið. Þetta eru fjórum prósentustigum fleiri efasemdarmenn um sólkerfið heldur en í sambærilegri könnun árið 2007.

Í sömu könnun sögðust 55% aðspurðra telja að geislavirkni væri vísindaleg uppgötvun mannskepnunnar. Þá sögðust 29% Rússa trúa því að maðurinn hefði verið uppi á tímum risaeðlunnar. Sýndi könnunin að konur voru líklegri en karlar til að trúa á vísindaleg hindurvitni. Um 1.600 manns tóku þátt í könnuninni víða um Rússland og skekkjumörk voru 3,4%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert