Microsoft sviptir hulunni af Internet Explorer 9

Reuters

Tæknifyrirtækið Microsoft hefur svipt hulunni af Internet Explorer 9 (IE9). Fyrirtækið segir að  segir að nýjasta útgáfa af netvafranum sé sé betri en vafrarnir frá Google og Firefox.

Yfirlýsingin þykir djörf frá fyrirtæki sem hefur verið að tapa markaðshlutdeild á netvaframarkaðinum. Internet Explorer ber hins vegar enn höfuð og herðar yfir aðra vafra, og er með um 60% markaðarins. Firefox kemur næst á eftir með um 23% og þá Chrome frá Google, sem er með um 7,5%.

Unnið er að því að gera lokaprófanir á IE9 til að finna og laga galla áður almenningur getur byrjað að nota nýja vafrann. Það skal þó tekið fram að þegar er búið að hala niður um 25 milljón eintökum af betaútgáfu IE9, að því er segir í frétt á vef breska ríkisútvarpsins.

Microsoft segir að mikill hraði og aukin friðhelgi sé á meðal þess sem Internet Explorer hefur fram yfir aðra netvafra.

Heimasíða Microsoft.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert