Tekist á við iPhone og Android

Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, hleypti Windows Phone 7 stýrikerfinu af …
Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, hleypti Windows Phone 7 stýrikerfinu af stokkunum í New York 11. október 2010. JESSICA RINALDI

Nokia hef­ur lagt til hliðar hug­búnað sinn fyr­ir snjallsíma en ætl­ar í staðinn að nota hug­búnað frá Microsoft. Sér­fræðing­ar telja að Apple sem fram­leiðir iP­ho­ne síma og fram­leiðend­ur Android síma hafi ástæðu til að huga að sér.

Microsoft von­ar að sam­starfið við öfl­ug­asta fram­leiðanda farsíma í heim­in­um muni hleypa Windows Pho­ne 7 (WP7) hug­búnaðinum fram­ar í röð stýri­kerfa farsíma. Nokia hef­ur verið þar framar­lega með Symb­i­an hug­búnað sinn.

Lyk­ill að vel­gengni Microsoft verður að fá hug­búnaðarsmiði sem þróa vin­sæl for­rit fyr­ir farsíma á sitt band.  Talið er að sam­starfið við finnska farsímaris­ann Nokia þyki mjög freist­andi kost­ur. Nokia ræður nú yfir um 30% af farsíma­markaðinum.

Einn af stjórn­end­um Microsoft sagði að sam­starfið við Nokia geti aukið út­breiðslu Windows Pho­ne stýri­kerf­is­ins til mik­illa muna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert