Yfirborð Miðjarðarhafsins hækkar

Frá Toulon á Miðjarðarhafsströnd Frakklands. Hækkun yfirborðs sjávar hefði væntanlega …
Frá Toulon á Miðjarðarhafsströnd Frakklands. Hækkun yfirborðs sjávar hefði væntanlega áhrif á borgina.

Yfirborð Miðjarðarhafsins hækkar nú nærri því tvisvar sinnum hraðar en á síðasta áratugi síðustu aldar. Er talið að yfirborðið gæti hækkað um allt að 30-35 sentímetra á þessari öld og gæti það haft áhrif á íbúa sem búa nærri ströndum og árósum.

Undanfarin ár hefur yfirborð sjávar í Miðjarðarhafinu hækkað um þrjá sentímetra á ári og er það nærri því tvisvar sinnum meira en á 10. áratug síðustu aldar. Auk þessarar hækkunar yfirborðsins er hitaaukning upp á 0,8 gráður á selsíus á síðustu öld og meiri selta í hafinu aðalafleiðingar hlýnunar jarðar á Miðjarðarhafið. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn spænsku haffræðistofnunarinnar og dagblaðið El País segir frá á vefsíðu sinni í dag.

Á 20. öldinni hækkaði yfirborð Miðjarðarhafsins um 20 sentímetra og ef þróunin heldur áfram sem horfir gæti það hækkað um aðra 30-35 sentímetra á þessari öld.

„Við þekkjum það sem hefur gerst hingað til en við getum ekki vitað hvað mun gerast en þróunin sem hefur átt sér stað undanfarin tíu ár þarf ekki endilega að halda áfram á næstu áratugum,“ segir Manuel Vargas Yáñez, einn umsjónarmanna rannsóknarinnar.

Áhrif þessar hækkunar sjávarmáls yrðu mjög mismunandi eftir svæðum eftir legu þeirra og þeirri starfsemi sem fer fram við strendurnar.

„Ef yfirborðið hækkar á svæði þar sem eru klettar þá er það ekkert vandamál en þar sem eru strendur, árósar eða strandlengjur þar sem mikil byggð er þá verða áhrifin á fólk augljóslega meiri,“ segir Vargas.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert