Eldgos í 28 ár

00:00
00:00

Eld­fjallið Ki­lau­ea á Hawaii hef­ur gosið sam­fellt und­an­far­in 28 og að und­an­förnu hef­ur gosið held­ur færst í auk­ana ef eitt­hvað er. 

Einn gíga fjalls­ins hrundi á laug­ar­dag og mæld­ist 150 smá­ir jarðskjálft­ar í kjöl­farið á eld­fjalla­svæðinu á Hawaii. Þá opnaðist ný sprunga sem spúði hrauni í nærri 200 metra hæð.

Ki­lau­ea er eitt af mörk­um eld­fjöll­um inn­an eld­fjallag­arðsins á Hawaii. Hægt er að fylgj­ast með gos­inu úr um 2 km fjar­lægð. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert