Eldgos í 28 ár

Eldfjallið Kilauea á Hawaii hefur gosið samfellt undanfarin 28 og að undanförnu hefur gosið heldur færst í aukana ef eitthvað er. 

Einn gíga fjallsins hrundi á laugardag og mældist 150 smáir jarðskjálftar í kjölfarið á eldfjallasvæðinu á Hawaii. Þá opnaðist ný sprunga sem spúði hrauni í nærri 200 metra hæð.

Kilauea er eitt af mörkum eldfjöllum innan eldfjallagarðsins á Hawaii. Hægt er að fylgjast með gosinu úr um 2 km fjarlægð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert