Hafna kenningu um örverur úr geimnum

Loftsteinn hrapar yfir Stonehenge á Englandi.
Loftsteinn hrapar yfir Stonehenge á Englandi. Reurers

Vís­inda­menn hjá banda­rísku geim­ferðastofn­un­inni NASA sögðu í dag, að eng­ar vís­inda­leg­ar sann­an­ir styddu full­yrðing­ar fé­laga þeirra um, að stein­gerðar leif­ar övera utan úr geimn­um hefðu fund­ist í loft­stein­um á jörðinni. 

Vís­indamaður­inn Rich­ard Hoo­ver, sem hef­ur starfað hjá NASA í hálf­an fimmta ára­tug, birti á föstu­dag grein í nettíma­rit­inu Journal of Cos­mology þar sem hann seg­ist hafa fundið þess­ar ör­ver­ur í afar sjald­gæf­um loft­stein­um en aðeins 9 slík­ir stein­ar eru þekkt­ir á jörðinni.

Carl Pilcher, for­stöðumaður hjá NASA, seg­ir að þetta sé ekki í fyrsta skipti, sem Hoo­ver kem­ur fram með full­yrðing­ar af þessu tagi. Pilcher seg­ist ekki vita til þess, að aðrar rann­sókn­ir styðji þær niður­stöður Hoo­vers, að þess­ar över­ur hafi verið í loft­stein­in­um áður en féll til jarðar.

„Ein­fald­asta skýr­ing­in er, að það eru ör­ver­ur í lof­stein­um en þær eru upp­runn­ar á jörðinni. Með öðrum orðum, þá eru þær meng­un," sagði Pilcher.

Hann sagði, að loft­stein­arn­ir, sem Hoo­ver rann­sakaði, hafi fallið til jarðar fyr­ir 1-2 öld­um og marg­ir hafi hand­fjatlað þá „og því er eðli­legt að það finn­ist ör­ver­ur á þess­um stein­um." 

Fleiri vís­inda­menn hjá NASA hafa tekið í svipaðan streng og Pilcher. 

Vef­ur Journal of Cos­mology

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert