Harvard virtasti háskóli heims

Harvard háskóli í Bandaríkjunum er talinn virtasti háskóli heims.
Harvard háskóli í Bandaríkjunum er talinn virtasti háskóli heims.

Bandaríkin eiga sjö af tíu virtustu háskólum í heimi og 45 af þeim hundrað efstu samkvæmt lista sem gefinn var út í dag. Samkvæmt honum er Harvard-háskóli sá virtasti í heimi en fast á hæla hans koma MIT og Cambridge-háskóli á Bretlandi. Listinn er gefinn út af Times Higher Education og er sá fyrsti sem tekur aðeins til orðspors menntastofnanna í kennslu og rannsóknum.

Bretland á næstflesta skólana á listanum eða tólf. Auk Cambridge er Oxford-háskóli í sjötta sæti listans en Imperial College, London School of Economics, University College London og Edinborgarháskóli komast einnig inn á topp 50. Breska blaðið The Guardian segir frá þessu á vefsíðu sinni í dag.

Frá Norðurlöndunum komast fjórir skólar á listann og þar af þrír frá Svíþjóð. Karolinska Institute (51.-60. sæti), Háskólinn í Uppsala (61.-70) og Háskólinn í Lundi (71.-80.). Þá er Háskólinn í Helsinki í 91.-100. sæti.

Engum sögum fer af Háskóla Íslands á þessum lista en sem kunnugt er var stefna hans að verða einn af 100 bestu háskólum í heimi.

Frétt Guardian þar sem má nálgast listann í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert