Farsímavefur mbl.is verðlaunaður

Svo­nefnd NEXPO verðlaun voru af­hent á sýn­ing­unni  Netið EXPO í Smáralind um helg­ina. Farsíma­vef­ur mbl.is, m.mbl.is, var meðal ann­ars val­inn farsíma­vef­ur árs­ins. 

Af öðrum verðlaun­um má nefna, að Grím­ur kokk­ur var valið  áhrifa­mesta fyr­ir­tækið á sam­skiptamiðli. Upp­fletti­for­rit Já var valið farsíma­for­rit árs­ins, 
Tónlist.is fékk verðlaun fyr­ir  for­rit árs­ins, vef­irn­ir gít­ar­grip.is og Icelanda­ir.is voru vald­ir fyr­ir­tækja­vef­ir árs­ins. Þá var   Ring á Ice­land Airwaves val­in her­ferð árs­ins,   Vik­ing of Thule var val­inn leik­ur árs­ins og nýliði árs­ins var filma.is.

Ingvar Hjálm­ars­son, fyrr­ver­andi vef­stjóri mbl.is fékk sér­stök heiður­sverðlaun.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert