Vísa ásökunum Google á bug

Reuters

Ut­an­rík­is­ráðuneyti Kína vís­ar því al­farið á bug að kín­versk stjórn­völd séu að tak­marka eða trufla aðgang net­not­enda að Gmail-póstþjón­ustu Google. „Þess­ar ásak­an­ir eru óviðeig­andi,“ seg­ir Jian Yu, talsmaður ráðuneyt­is­ins, á blaðamanna­fundi í dag.

For­svars­menn Google sögðu í gær að vanda­mál sem Gmail not­end­ur hefðu staðið frammi fyr­ir væri vegna aðgerða kín­verskra stjórn­valda, að því er fram kem­ur á vef BBC.

Net­not­end­ur segja að her­ferð sé haf­in á net­inu þar sem Kín­verj­ar séu hvatt­ir til að rísa upp og mót­mæla stjórn­völd­um, með sama hætti og gerst hef­ur í Mið-Aust­ur­lönd­um. Það sé því eng­in til­vilj­un að kín­versk yf­ir­völd grípi til aðgerða til að stemma stigu við slík­um mót­mæl­um.

Google seg­ist ekki hafa fundið nein tækni­leg vanda­mál hjá sér. Fyr­ir­tækið sak­ar kín­versk stjórn­völd um trufl­an­ir eða lok­an­ir á Gmail-þjón­ust­unni og að það sé látið líta út fyr­ir að vand­inn sé hjá Google.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert