Lítið um dauðsföll í kjarnorkuiðnaði

Enn er reynt að kæla kjarnaofnana í Fukushima verinu með …
Enn er reynt að kæla kjarnaofnana í Fukushima verinu með því að dæla á þá vatni. Reuters

Flest dauðaslys við framleiðslu á orku verða í kolaiðnaði, en fæst í kjarnorkuiðnaði. Fyrir hvern einn sem lætur lífið við framleiðslu á rafmagni í kjarnorkuverum deyja um 4000 við framleiðslu á raforku með kolum.

Talsverður ótti hefur gripið um sig í kjölfar kjarnorkuslyssins í Fukushima í Japan, en geislun hefur aukist andrúmsloftinu í grennd við verið eftir að þrjár sprengingar urðu í verinu.

Tölur um dauðsföll við orkuframleiðslu sýna  hins vegar að fáir hafa látist vegna rafmagnsframleiðslu með kjarnorku. Að meðaltali farast 161 í kolaiðnaði í heiminum miðað við framleiðslu á hverja terawattstund, en 26% af allri raforku í heiminum er framleidd með kolum. Flestir farast í Kína þar sem öryggi í kínverskum kolanámum er ábótavant.

Miðað við sömu forsendur farast 36 í olíuiðnaði og 4 við framleiðslu á gasi. Við framleiðslu á vindorku farst 0,15 á hverja terawattstund og 0,04 við framleiðslu á hverri terawattstund í kjarnorkuiðnaði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert