Sala á marijúana í lækningarskyni mun brátt verða meiri en sala á stinningarlyfinu Viagara. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknarinnar, en markaður fyrir marijúana í lækningarskyni hefur vaxið ört á síðustu misserum.
Sala á marijúana í lækningarskyni mun nema 1,7 milljarði bandaríkjadala á þessu ári sem er aðeins 200 milljónum minna en sala á Viagra. Þetta segir Ted Rose, höfundur rannsóknarinnar. Ástæðan fyrir þessum öra vexti markaðarins er talin vera vegna þess að stjórn Obama Bandaríkjaforseta lýsti því yfir að hið opinbera myndi ekki ráðast á sölustaði marijúana svo lengi sem þeir væru reknir í samræmi við lög viðkomandi ríkis.
Sjö ríki Bandaríkjanna selja marijúana í lækningarskyni á opnum markaði. Það eru ríki Kalifornía, Colorado, Michigan, Montana, Washington, Oregon og New Mexico. Í fjórum öðrum ríkjum Arizona, Rhode Island, New Jersey og Maine auk Washington D.C. munu sölustaðir fyrir þessa vöru opna síðar á árinu. Varan er leyfileg í Havaí, Nevada, Alaska og Vermont, en í þessum ríkjum eru ekki opnir sölustaðir.