Héldu tónleika fyrir plöntur

Konunglega fílharmóníusveitin í Cadogan Hall í Lundúnum umkringd plöntum af …
Konunglega fílharmóníusveitin í Cadogan Hall í Lundúnum umkringd plöntum af öllum stærðum og gerðum.

Konunglega fílharmóníusveitin í Bretlandi hélt nýverið tónleika fyrir plöntur, en tilgangurinn var að sjá hvort tónlist geti hjálpað þeim að vaxa.

Hljómsveitin hélt þriggja klukkustunda langa tónleika í Cadogan Hall í Lundúnum í síðustu viku, en alls tóku 33 tónlistarmenn þátt. Ýmis verk voru leikin, m.a. fertugasta sinfónía Mozarts.

Búið var að koma fyrir yfir 100 mismunandi plötutegundum í tónleikasalnum, sem fengu að njóta tónlistarinnar í stað hefðbundinna áhorfenda.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við komum fram á óvenjulegum tónleikum, en þetta hlýtur að teljast með þeim undarlegustu,“ segir tónlistarstjórinn Benjamin Pope.

Hann vonast til þess að hinu sígildu tónar sem leiknir voru í síðustu viku muni leiða til aukins vaxtar hjá plöntunum.

Sjónvarpsstöðin QVC stóð fyrir uppátækinu, en hún vildi rannsaka hvort eitthvað væri hæft í þeirri kenningu að endurkast frá hljóðbylgjum myndi örva próteinframleiðslu hjá plöntum og leiða til aukins vaxtar.

Áhugasamir geta halað ókeypis niður af netinu 45 mínútna langri plötu, sem nefnist The Floral Seasons: Music to Grow To.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert