Meðal „heitustu“ rannsókna ársins

Höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar í Reykjavík.

Erfðafræði var vinsælasta vísindagrein síðasta árs og þrír vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu, deCode, komust á lista yfir þá vísindamenn sem oftast var vitnað í á árinu 2010. Þetta kemur fram í árlegri samantekt bandarísku Thomson Reuters-stofnunarinnar yfir „heitustu“ vísindarannsóknirnar.

Til að komast á listann þarf rannsókn að uppfylla þau skilyrði að frá birtingu hafi verið vitnað í hana í öðrum fræðiritum áberandi oftar en í aðrar sambærilegar greinar frá sama tíma.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að af þeim 13 vísindamönnum sem skipa efstu sæti listans í ár stundi sjö rannsóknir á sviði erfðafræði. Þar af eru sem fyrr segir þrír frá Íslenskri erfðagreiningu, þau Kári Stefánsson, Unnur Þorsteinsdóttir og Augustine Kong.

Fram kemur að í rannsóknum sínum hafi þau einblínt á erfðafræðilegar orsakir geðrofs, offitu, sykursýki og fleiri raskana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert