Stærsti haförn sem sést hefur

Íslenskur haförn á flugi.
Íslenskur haförn á flugi. mbl.is/Golli

Haförn, sem komið var með á grænlensku náttúrufræðistofnunina í Nuuk á Grænlandi nýlega, er hugsanlega stærsti örn sem vitað er um.  

Örninn er talinn hafa verið þriggja ára. Reynt var að bjarga lífi hans með því að gefa honum pensillín og fisk en það tókst ekki og fuglinn drapst. Þegar hræið var rannsakað kom í ljós að vænghafið var hvorki meira né minna en 253 sentimetrar. Þá var goggurinn 6,3 sentimetrar á lengd og klærnar 21,1 sentimetri. 

Danska blaðið Politiken segir, að samkvæmt upplýsingum danskra vísindamanna var stærsti örn sem áður var vitað um, með  245 sentimetra vænghaf og 6 sentimetra langan gogg. 

Blaðið segir, að verið sé að rannsaka nánar hvort dæmi séu um stærri erni.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka