Mynd segir meira en þúsund orð

Google hefur búið yfir tækninni í nokkurn tíma.
Google hefur búið yfir tækninni í nokkurn tíma. Reuter

Netfyrirtækið Google hyggst á næstunni kynna til sögunnar farsímaforrit sem gerir notendum kleift að smella af myndum af andlitum fólks og fletta þannig upp persónulegum upplýsingum um viðkomandi á netinu.

Að sögn talsmanns fyrirtækisins hefur Google lengi búið að þessari tækni en hún hefur ekki verið sett á markað af ótta við að hún yrði talinn brjóta gegn friðhelgi einkalífsins.

Sá vari verður á að til þess að hægt sé að fletta fólki upp með þessum hætti verður það að hafa gefið leyfi til þess fyrirfram. Mun þá forritið geta borið myndina sem smellt er af saman við myndir á síðum á borð við Facebook og Flickr og finna samhangandi upplýsingar um viðkomandi.

„Fólk er alltaf að spyrjast fyrir um forrit af þessu tagi en virt fyrirtæki á borð við Google verður að vera íhaldssamara en lítið sprotafyrirtæki sem hefur engu að tapa,“ sagði talsmaðurinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert