Elsta læsilega gríska áletrunin

Ljónahliðið í rústum Mýkenu-borgar sem stendur um 100 km utan …
Ljónahliðið í rústum Mýkenu-borgar sem stendur um 100 km utan við Aþenu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. mbl.is

Leirtafla sem talin er vera yfir 3000 ára gömul fannst í fornri rotþró skammt frá bænum Iklaina í suður Grikklandi en á henni eru áletrun sem talin er vera elsta gríska áletrun sem nútímamenn hafa fundið og geta ráðið í. Að sögn Michael Cosmopoulos, fornleifafræðaprófessors við Háskóla Missouri-St Louis, eru á töflunni fjárhagslegar upplýsingar frá Mýkenskum bæ sem lagðist af fyrir löngu.

Áletrunin er á leturgerð sem notað var af Mýkenumönnum á bronsöld. Þeir háðu Trójustríðið gegn Forngrikkjum og réðu lögum og lofum víða í Grikklandi frá um 1600 f.Kr. Cynthia Shelmerdine, sérfræðingur í mýkensku letri við háskólann í Austin í Texas, réð áletrunina.

„Tilvist töflunnar í Iklaina bendir til að skrifræði og læsi hafi verið útbreiddari en við höfum hingað til haldið,“ segir Cosmopoulos.

Uppgröfturinn er á vegum Fornleifafélags Aþenu (e. Athens Archaeological Society) og er að hluta fjármagnað af National Geographic Society. Hófst hann árið 2006 og hefur nú tekist að grafa um leifar stóreflis byggingasamstæðu með háþróuðu frárennsliskerfi. Talið er að um sé að ræða mýkenska höll og borg sem stóð einhvern tíma milli áranna 1550 og 1400 f.Kr. Talið er að borgin hafi verið sigruð af nágrannaríki um 1400 f.Kr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert