Hyggjast grafa upp Monu Lisu

Dularfullt bros Monu Lisu hefur lengi heillað og valdið heilabrotum.
Dularfullt bros Monu Lisu hefur lengi heillað og valdið heilabrotum.

Ítalskir vísindamenn hyggjast grafa upp bein í klaustri St. Ursulu í Flórens, í þeirri von að þau séu líkamsleifar konunnar sem margir trúa að hafi verið fyrirmynd hinnar dularfullu Monu Lisu.

Vísindamennirnir vonast til að geta varpað ljósi á einhverja þá leyndardóma sem fylgt hafa meistaraverki da Vinci, meðal annars hvort konan, Lisa Gherardini, hafi raunverulega verið fyrirmynd listamannsins.

Gherardini var eiginkona auðugs silkikaupmanns að nafni Francesco del Giocondo en Mona Lisa hefur löngum verið kölluð La Giaconda á ítölsku.

Áætlað er að hefja uppgröftinn í lok apríl.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka