Berlín laðar til sín netfyrirtæki

Bill Gates og eiginkona hans, Melinda Gates, voru í Berlín …
Bill Gates og eiginkona hans, Melinda Gates, voru í Berlín í liðinni viku. Reuters

Höfuðborg Þýskalands hefur haft mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og unga listamenn um árabil en nú er nýr hópur farinn að sækja til borgarinnar, ung netfyrirtæki sem sérhæfa sig í dreifingu á tónlist.

Bandaríska netfyrirtækið Google fylgist grannt með þessari þróun og hefur ákveðið að opna rannsóknarmiðstöð í Berlín. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa komið sér fyrir í Berlín er SoundCloud en fyrirtækið var stofnað árið 2008. Það er nú meðal þeirra fyrirtækja sem vaxa hraðast í tónlistarheiminum.

Meðal þeirra ástæðna sem stjórnendur netfyrirtækja segja fyrir þeirri ákvörðun að flytja starfsemi þeirra til Berlínar vera þann mikla fjölda listamanna sem búi og starfi í borginni og hve góð tæknimálin eru í borginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert