Höfuðborg Þýskalands hefur haft mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og unga listamenn um árabil en nú er nýr hópur farinn að sækja til borgarinnar, ung netfyrirtæki sem sérhæfa sig í dreifingu á tónlist.
Bandaríska netfyrirtækið Google fylgist grannt með þessari þróun og hefur ákveðið að opna rannsóknarmiðstöð í Berlín. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa komið sér fyrir í Berlín er SoundCloud en fyrirtækið var stofnað árið 2008. Það er nú meðal þeirra fyrirtækja sem vaxa hraðast í tónlistarheiminum.
Meðal þeirra ástæðna sem stjórnendur netfyrirtækja segja fyrir þeirri ákvörðun að flytja starfsemi þeirra til Berlínar vera þann mikla fjölda listamanna sem búi og starfi í borginni og hve góð tæknimálin eru í borginni.