Látnir apa eftir offitusjúklingum

Melónur eru sennilega ekki að boðstólnum hjá öpunum í Portland, …
Melónur eru sennilega ekki að boðstólnum hjá öpunum í Portland, enda allt of hollar. Reuters

Maríó, Hoopa Troopa, Freckles, Ca­sper, Good Look­in' og Cudd­lebug eru meðal þeirra Rhes­us-apa sem taka nú þátt í um­deildri rann­sókn sem geng­ur út á það að þeir eru látn­ir sitja í búr­um og borða óholla fæðu.

Rann­sókn­in er fram­kvæmd af til­rauna­stofu í Portlando í Or­egon-ríki, sem hef­ur lengi feng­ist við at­hug­an­ir á prímöt­um. Von­ast er til þess að rann­sókn­in muni varpa ljósi á það hvað veld­ur offitu, sjúk­dómi sem um sjö­tíu millj­ón­ir Banda­ríkja­manna kljást við.

Búr­in sem ap­arn­ir dvelja í eru lít­il, til að koma í veg fyr­ir hreyf­ingu. Ap­arn­ir eru látn­ir borða fitu­rík­an mat, sykrað snarl og drekka sykraða drykki.

Dr. Kevin Grove,, sem leiðir rann­sókn­ina, seg­ir að mark­miðið sé að herma eft­ir lífs­stíl og mat­ar­venj­um offitu­sjúk­linga. „Við erum að reyna apa eft­ir kyrr­setu­lífs­stíln­um,“ sagði Grove. „Þar sem ein­stak­ling­ar sitja all­an dag­inn og borða, sitja við skrif­borðið í vinn­unni snar­landi all­an dag­inn... þeir [ap­arn­ir] munu sitja hér og snarla, rétt eins og mann­eskj­ur myndu gera.“

Ap­arn­ir líta ekki út eins og offitu­sjúk­ling­ar. Einn er þó tals­vert þyngri en venju­leg­ir apar og ber það með sér. Ap­inn Shi­va er um tutt­ugu kíló, en það er hliðstætt því ef 178 cm hár maður myndi vega 114 kíló. Shi­va dreg­ur vömb­ina eft­ir gólfi búrs­ins og get­ur ekki leynt gleði sinni þegar hann fær að borða. Shi­va er á góðri leið með að verða syk­ur­sjúk­ur, en nokkr­ir ap­anna eru þegar orðnir syk­ur­sjúk­ir og þurfa að fá insúlí­nspraut­ur dag­lega.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert