Vilja geyma stofnfrumur úr starfsmönnum Fukushima

Starfsmenn í Fukushima.
Starfsmenn í Fukushima. Reuters

Starfsmenn við kjarnorkuverið í Fukushima í Japan ættu að geyma blóðflögur úr sér núna ef þeir skyldu þurfa á þeim að halda síðar í meðferð vegna áhrifa af völdum geislunar eftir björgunaraðgerðirnar Þetta er álit japanskra sérfræðinga.

Stafsmennirnir hafa glímt við að halda aftur af leika geislavirks vatns úr verinu eftir jarðskjálftann í mars. Geislavirkni er hættulega mikil á sumum stöðum í verinu. Hafa sérfræðingar bent á að vinnan muni taka mörg ár sem eykur hættuna á að starfsmennirnir verði fyrir geislun.

Mikið magn geislunar getur eyðilagt frumur í beinmergnum sem myndar blóð. Getur það reynst banvænt en í dag er hægt að meðhöndla það með því að gefa stofnfrumur úr beinmerg. Er það viðtekin venja í meðhöndlun blóðsjúkdóma eins og hvítblæðis.

Það tekur tíma að fá slíkar frumur frá gefendum og líkur eru á að líkami þiggjandans hafni frumunum sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Sérfræðingar hafa því lagt til að starfsmenn kjarnorkuversins láti geyma stofnfrumur úr blóði sínu núna. Það myndi þýða að þeir fengju sprautur í nokkra daga til þess að fá stofnfrumur úr beinmergnum út í blóðflæðið.

Þegar frumurnar eru komnar í geymslu geta starfsmenn sem verða fyrir geislun fengið meðhöndlun með eigin frumum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert