Í 50 ára sögu rússneskra og sovéskra geimrannsókna, hafa rússnesskir/sovéskir geimfarar aldrei stundað kynlíf í geimnum, segir rússneskur sérfræðingur. Hvort Bandaríkjamenn hafi stundað slíkt, verður að spyrja þá sjálfa um.
„Það eru engin sönnunargögn sem benda til þess að kynlíf eða kynlífsrannsóknir hafi verið stundaðar í geimnum, hvorki opinber né óopinber,“ sagði Valery Bogomolov, yfirmaður lífeindafræðistofnunnar í Moskvu, í samtali við Interfax fréttastofuna. „Að minnsta kosti ekki í sögu rússneskra eða sovéskra geimrannsókna,“ bætti hann við.
Óljóst er hvað varð til þess að Bogomolov gaf frá sér yfirlýsinguna en orðrómur þess efnis að bæði Rússar og Bandaríkjamenn hafi gert tilraunir til að rannsaka áhrif þyngarleysis á kynlíf hefur verið þrálátur í gegnum árin.